Algengar Spurningar

Hver er afhendingartími á geisladiskum?

Framleiðslutími geisladiska er 8– 12 virkir dagar. Við getum gefið þér nákvæmari framleiðslutíma ef þú hefur samband og segir okkur hvað þig langar að framleiða.

Hver er afhendingartími á vínyl?

Vegna aukinna umsvifa vínyl plötunnar hefur framleiðslutími vínyl platna aukist síðustu misseri en hann er mislangur eftir álagstímum. Framleiðslutíminn getur verið 4 – 12 vikur en hafðu endilega samband til að fá upplýsingar um hver núgildandi framleiðslutími er.

Er eitthvað lágmarksupplag sem þið getið framleitt?

Já, vegna þess að við bjóðum eingöngu uppá hágæða pressaða geisladiska er lágmarksupplag 300 eintök.

Í vínyl gildir það sama, 300 eintök ef það á að vera með umbúðum en ef það er verið að gefa út t.d. ómerkta smáskífu (e. white label), er hægt að fara niður í 100 eintök.

Er eitthvað sem ég þarf að gera áður en framleiðsluferlið hefst?

Já, fyrir utan að klára plötuna og hönnunina þá þarftu að skrá útgáfuna hjá STEF (NCB). Já, líka þó þú eigir öll lögin sjálf/ur. Þú getur lesið nánari upplýsingar um það hér:

http://stef.is/skopun-tonlistar/utgafa-ncb/

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>